
Um okkur
Undir Gunnars vörumerkinu framleiðum við majones, sósur og ídýfur fyrir smásölu og veitingageirann.
Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1960 og er vörumerkið nú í eigu Myllunnar-Ora ehf. Framleiðslan er starfrækt í ORA, Vesturvör 12 í Kópavogi. Í dag starfa 25 manns hjá fyrirtækinu sem leggja mikinn metnað í framleiðslu á gæðavörum og góða þjónustu við viðskiptamenn.